Flýtilyklar
Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn
16.04.2024
Sunnudaginn 21. apríl kl. 11-12 mun Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segja börnum á og fullorðnum frá samsýningunni Sköpun bernskunnar. Á sýningunni má sjá verk eftir listafólkið Gunnar Kr. Jónasson og Ingunni Fjólu Ingþórsdóttur ásamt verkum nemenda úr leikskólanum Naustatjörn og grunnskólunum Glerárskóla og Naustaskóla. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum sýningarinnar.
Aðgangur er ókeypis í boði Norðurorku sem styrkir sérstaklega safnkennslu og fræðslu fyrir börn og fullorðna í Listasafninu.