Flýtilyklar
A! Gjörningahátíð hefst á fimmtudaginn
A! Gjörningahátíð verður haldin í fyrsta sinn dagana 3. - 6. september 2015. Stefnt er að því að hún verði að árlegum viðburði. Að hátíðinni standa Listasafnið á Akureyri, Leiklistarhátíðin LÓKAL, Reykjavík Dance Festival, Menningarfélag Akureyrar og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar með stuðningi frá Myndlistarsjóði.
Fjölbreyttir gjörningar myndlistarmanna og sviðslistafólks verða á A! og meðal þeirra sem fram koma eru Magnús Pálsson, Anna Richardsdóttir, Katrín Gunnarsdóttir, Snorri Ásmundsson, Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir, Marta Nordal, Freyja Reynisdóttir & Brák Jónsdóttir, Örn Ingi Gíslason, Hekla Björt Helgadóttir, Choreography Rvk og Kriðpleir.
A! fer fram víðsvegar um Akureyri og teygir anga sína til Hjalteyrar. Meðal annars verða settir upp gjörningar í kirkjutröppunum, uppskipunarskemmu á Oddeyri, Verksmiðjunni á Hjalteyri og nokkrir gjörningar verða Menningarhúsinu Hofi og í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Ókeypis verður á öll verkin á A!
Auk þess verður „off venue” dagskrá í Listagilinu og víðar og á sama tíma fer fram vídeólistahátíðin Heim.
Dagskrá A!
Fimmtudagur 3. september
17.00 Hof, Hamragil
Leikfélag Akureyrar / Hof
Drengurinn með tárið (35 mín)
18.00 Listasafnið á Akureyri, Ketilhús
Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir
Embodiment, a drawing in space (30 min)
21.00 Listasafnið á Akureyri, Ketilhús
Freyja Reynisdóttir / Brák Jónsdóttir
Hvað var ég að hugsa? (30 mín)
Föstudagur 4. september
17.00 Hof, Hamragil
Leikfélag Akureyrar / Hof
Drengurinn með tárið (35 mín)
18.00 Hof, Hamrar
Katrín Gunnarsdóttir
Saving History (40 mín)
20.30 Listasafnið á Akureyri, Ketilhús
Snorri Ásmundsson
Stórtónleikar (45 mín)
21.30 Kirkjutröppurnar
Örn Ingi Gíslason
Dynjandi (9 min)
22.00 Listasafnið á Akureyri, Ketilhús
Choreography Rvk
Dansioki (60 mín)
Laugardagur 5. september
15.00 Listasafnið á Akureyri, Ketilhús
Kriðpleir
Tiny guy (80 mín)
17.00 Hof, Hamragil
Leikfélag Akureyrar / Hof
Drengurinn með tárið (35 mín)
18.00 Listasafnið á Akureyri, Ketilhús
Magnús Pálsson
Vakning (15 min)
21.00 Blá endurvinnsluskemma hjá Gúmmívinnslunni
Anna Richardsdóttir
Hjartað slær, endurvinnsla á konu (60 mín)
22.00 Verksmiðjan á Hjalteyri
Hekla Björt Helgadóttir
Salt vatn skæri (60 min)
Sunnudagur 6.9
11.00 Listasafnið á Akureyri, Ketilhús
Sameiginlegt
Morgunverður (60 mín)
Leit

