Flýtilyklar
Síðasta helgi fræðsluleiksins Sjáðu!
13.09.2024
Fræðsluleiknum Sjáðu! – Vangaveltur um myndlist lýkur nú um helgina á Listasafninu. Leikurinn hefur verið í boði síðan í vor og hlotið frábærar viðtökur. Í leiknum er börnum og fullorðnum boðið að eiga samtal um myndlist, ferðast í huganum um hið víðfeðma norður og velta fyrir sér hugmyndum um leik og list. Tilvalið tækifæri til að staldra við og uppgötva eitthvað nýtt. Bragðgóð verðlaun í boði.
Verkefnið er styrkt af Safnaráði.