Flýtilyklar
Málþing: Hafið á öld mannsins
Málþingið Hafið á öld mannsins verður haldið í Listasafninu á Akureyri, sal 04, laugardaginn 3. júní kl. 13:00-14:30. Málþingið er haldið í tengslum við opnun á samnefndri sýningu Ingu Lísu Middleton í Listasafninu og verður umfjöllunarefnið samspil lista og vísinda á tímum loftslagsbreytinga, með sérstakri áherslu á lífríki sjávar frá hinu smæsta til hins stærsta. Málþingið er opið öllum að kostnaðarlausu.
Dagskrá
13:00: Hafið á öld mannsins – samspil lista og vísinda. Inga Lísa Middleton, myndlistarmaður, segir frá sýningunni.
13:15: Hafsjór af leyndarmálum – örlífríki og aðskotaefni. Arnheiður Eyþórsdóttir, aðjúnkt við Auðlindadeild HA.
13:30: Erum við strand? – verndarsvæði í hafi og strandsvæðum. Sunna Björk Ragnarsdóttir, sjávarlíffræðingur og sviðstjóri við Náttúrufræðistofnun Íslands.
13:45: Veldisvaxtarveröldin – sambúð mannkyns og náttúru. Steingrímur Jónsson, prófessor við Auðlindadeild HA.
13:45: Umræður. Fundarstjóri: Rúnar Gunnarsson, forstöðumaður miðstöðvar alþjóðasamskipta við HA.
Að málþinginu loknu verður boðið upp á kaffiveitingar.
Leit

