Flýtilyklar
Listasafnið hlýtur styrki frá Safnasjóði
18.02.2025
Á dögunum var ársfundur höfuðsafnanna haldinn í Þjóðminjasafni Íslands. Þar úthlutaði Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, styrkjum úr aðalúthlutun safnasjóðs og hlaut Listasafnið 3,5 milljónir til þriggja verkefna fyrir árið 2025. Auk þess hlaut safnið öndvegisstyrk upp á 10 milljónir til tveggja ára til verkefnis sem tengist varðveislu og skráningu safneignar. Til höfuðsafna teljast Listasafn Íslands, Náttúruminjasafn Íslands og Þjóðminjasafn Íslands.
Starfsfólk Listasafnsins á Akureyri er afar þakklát fyrir styrkveitingarnar sem styðja enn frekar við faglegt starf þess.
Leit

