Flýtilyklar
Gestavinnustofan opin á þriðjudaginn
21.06.2024
Bandaríska myndlistarkonan Katie Raudenbush hefur dvalið í gestavinnustofu Listasafnsins undanfarnar vikur og þriðjudaginn 25. júní kl. 15-17 verður vinnustofan opin gestum og gangandi.
Katie Raudenbush er frá New York í Bandaríkjunum og vinnur fyrst og fremst með textíl og ljósmyndir. Á vinnustofunni má sjá afrakstur vinnu hennar síðustu vikur og m.a. túrmerik klippimyndir sem eru innblásnar af íslensku landslagi.
Nánari upplýsingar um Raudenbush má finna HÉR.