Flýtilyklar
Bókarkynning hjá Detel Aurand
26.09.2024
Sunnudaginn 29. september kl. 15 mun þýska listakonan Detel Aurand kynna bók sína We are Here. Aðgangur er ókeypis.
Bókin kannar kannar upphaf og endi, innöndun og útöndun, svart og hvítt, ungt og gamalt og allt þar á milli. Í bókinni má sjá listræn verk unnin á tuttugu ára skeiði, myndir úr persónulegu safni listakonunnar og sjálfsævisögulegan texta um ást Aurand og félaga hennar Jóns Sigurgeirssonar, milli Íslands og Berlínar. Eins og titillinn gefur til kynna fjallar We are Here um skynjun okkar á tíma. Getum við séð inn í núið? Hvað er sýnilegt, hvað helst falið? Bókin er innilegt verk um hvernig áberandi mörk og landamæri leysast upp þegar við mætum tímalausri fegurð.