Valin verk fyrir sköpun og fræðslu
Grafísk gildi
31.08.2024 – 02.02.2025
Salur 07
Orðið grafík kemur úr grísku og þýðir að skrifa, teikna eða rista. Notaðar eru ýmsar mismunandi aðferðir við gerð grafíklistaverka og hefur hver aðferð sín ákveðnu einkenni og eiginleika. Sérstaða grafíkverka felst í möguleikum þeirra til fjölföldunar, þ.e.a.s. gera mörg eintök af sömu mynd.
Markmið sýningarinnar er að fræða safngesti um grafíklistina og kynna valin grafíkverk úr safneign Listasafnsins. Verkin eru af ýmsum toga og eftir ólíka listamenn, bæði innlenda og erlenda. Þá gefst safngestum einnig tækifæri til að doka við í sýningarrýminu og skapa sína eigin list í hvetjandi umhverfi. Að skapa í listasafni er einstök upplifun og nota má verkin á veggjunum sem innblástur í eigin sköpun, blanda saman litum, línum, formum og áhrifum úr ólíkum verkum.
Sýningarstjóri: Heiða Björk Vilhjálmsdóttir.