ÞÓRÐUR HANS BALDURSSON | ÞÓRUNN ELÍSABET SVEINSDÓTTIR


 

ÞÓRÐUR HANS BALDURSSON | ÞÓRUNN ELÍSABET SVEINSDÓTTIR
DÖMUR MÍNAR OG HERRAR
25.01.2025 – 04.05.2025
Salir 03 05

Í verki Þórðar Hans, Karlakórinn í veggnum, glæðir listamaðurinn lafandi svört bindi lífi með notkun hljóðs og hreyfingar. Þá kunna bindin að tákna karlmannlega reglufestu og valdastöðu, en með samspili söngs og hreyfingar kemur verkið áhorfendum á óvart og afhjúpar ýmsar óséðar flækjur á gamansaman hátt.

Í verkinu Að vippa um sig vippu, persónugerir Þórunn sömuleiðis einföld klæði með uppsetningu á blaktandi slæðum sem anga af ilmvatni. Slæðurnar vekja jafnvel hugrenningar um menningarlegt samhengi, lúxus og kvenleika.

Verkin fá áhorfandann til að hugleiða forsendurnar sem hann gefur sér við fyrstu sýn tengdar kyni og sjálfsmynd. Verkin varpa ljósi á hversu flæðandi þetta allt er í eðli sínu, þar sem hugmyndir um kyn eru á sífelldri hreyfingu og standa aldrei í stað.

Texti: Hólmar Hólm.