KRISTJÁN GUÐMUNDSSON



KRISTJÁN GUÐMUNDSSON
ÁTTA ÆTINGAR
25.01.2025 – 04.05.2025
Salir 02 04 

Kristján Guðmundsson fæddist á Snæfellsnesi 1941. Hann er sjálfmenntaður í myndlist og hélt sína fyrstu sýningu á Mokkakaffi í Reykjavík 1968. Hann var einn stofnenda Gallerí SÚM 1969 og veitti því forstöðu fyrsta árið. Síðar flutti Kristján til Amsterdam og bjó þar næstu níu árin, en flutti þá til Hjalteyrar.

Kristján er einn þekktasti fulltrúi hugmyndalistar hérlendis. Í verkum sínum og efnisvali gengur hann oft að mörkum viðtekinna skilgreininga á list. Á ferlinum hefur hann sýnt verk sín víða, en mest í Evrópu og Bandaríkjunum. Kristján er einnig þekktur fyrir bókagerð (e. artist books). Verk hans og bækur er að finna á ýmsum listasöfnum og hann hlaut sænsku Carnegie verðlaunin 2010.

Þessi sýning samanstendur af átta verkum sem eru nú frumsýnd á Íslandi. Ingibjörg Jóhannsdóttir sá um að þrykkja verkin og val á pappír. Öll verkin eru í einu eintaki – einstök.

Sýningarstjóri: Sigríður Örvarsdóttir.