Verk úr safneign Listasafnsins á Akureyri
Án titils
30.11.2024 – 16.11.2025
Salur 08
Listasafnið á Akureyri setur á hverju ári upp sýningu á verkum úr safneign eða úr safneignum annarra listasafna. Sú hefð hefur skapast að þessar sýningar standa yfir í næstum heilt ár og því geta gestir safnsins komið oft og skoðað ákveðin lykilverk eða uppáhaldsverk og sett þau í samhengi við önnur verk úr safneigninni eða ný verk sem eru á öðrum sýningum safnsins.
Nýr safnstjóri kemur til starfa um mitt ár 2024 og mun móta þessa safneignarsýningu. Í kjölfarið á aukinni fjárveitingu til listaverkakaupa, hefur fjöldi nýrra verka bæst við safneignina á síðustu árum, en einnig hafa góðar gjafir borist safninu. Safneignin telur hátt í 800 verk, sem sum hafa ekki verið sýnd í Listasafninu, þó að einhver þeirra hafi verið í skólum bæjarins, Ráðhúsinu eða stofnunum Akureyrarbæjar.
Í sölum 10 og 11 verða sýnd vídeóverk úr safneign og sú sýning stendur skemur eða fram í byrjun febrúar 2025.