Georg Óskar
Það er ekkert grín að vera ég
28.09.2024 – 12.01.2025
Salir 01 03 05
Georg Óskar (f. 1985) lauk námi í fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri 2009 og meistaranámi í myndlist frá Listaháskólanum í Bergen í Noregi 2016. Verk hans hafa verið sýnd á Íslandi, Spáni, í Þýskalandi, Kína, Bandaríkjunum, Bretlandi og Noregi.
Listsköpun Georgs Óskars felst í skoðun á daglegu lífi, náttúru og mannlegum samskiptum. Eitt af grundvallareinkennum verkanna er markmið um að draga fram ný sjónarhorn á manneskjuna og flókinn samtíma. Á sýningunni leggur Georg Óskar áherslu á að endurspegla minningar frá uppeldisbæ sínum, Akureyri. Þessi persónulega tenging hans við bæinn gerir sýninguna óvenju mjúka. Hún fer með áhorfandann í ferðalag gegnum minningar og rætur listamannsins, þar sem allt byrjaði: Í póstfanginu 603.