Gestavinnustofur í Listasafninu á Akureyri
Sendu fyrirspurn og/eða umsókn á listak@listak.is sem inniheldur eftirfarandi upplýsingar:
- Stutt ferilskrá.
- Upplýsingar um heimasíðu eða sýnishorn af nýlegum verkum.
- Stuttan texta um hvernig viðkomandi ætlar að nýta sér gestavinnustofudvölina (hámark 200 orð)
- Upplýsingar um hvaða vinnustofu er óskað eftir og hversu lengi og hvaða tímabil kæmi til greina.
Úthlutunarnefnd fer yfir umsóknirnar og verða umsækjendur látnir vita innan mánaðar. Gestalistamenn sem verða valdir hafa viku til þess að samþykkja boðið og aðra viku til þess að greiða staðfestingagjald, 20.000 kr. Full greiðsla þarf að berast þremur mánuðum fyrir upphaf dvalar.
Vinnustofa 01 (5. hæð, suður) á viku fyrir 1 49.000 kr.
Vinnustofa 01 (5. hæð, suður) á viku fyrir 2 63.000 kr.
Vinnustofan er 22 m², staðsett á 4. hæð. Svefnherbergi 22 m², staðsett á 5. hæð, með sameiginlegu eldhúsi/stofu, baðherbergi og sturtu. Innifalið er þráðlaust net, rafmagn og hiti, þvottavél, handklæði, rúmföt, sængur og koddar.
Vinnustofa 02 (5. hæð norður) á viku fyrir 1 45.500 kr.
Vinnustofa 02 (5. hæð norður) á viku fyrir 2 58.500 kr.
Vinnustofa 22 m², staðsett á 4. hæð. Svefnherbergi 18 m² , staðsett á 5. hæð, með sameiginlegu eldhúsi/stofu, baðherbergi og sturtu. Þráðlaust net, rafmagn, hiti, þvottavél, handklæði, rúmföt, sængur og koddar.
Herbergi 03 (4. hæð) á viku fyrir 1 38.500 kr.
Herbergi 03 (4. hæð) á viku fyrir 2 49.500 kr.
Svefnherbergi / vinnuherbergi, 15 m², staðsett á 4. hæð, með sameiginlegu eldhúsi/stofu og sameiginlegu baðherbergi og sturtu, staðsettu á 5. hæð. Þráðlaust net, rafmagn og hiti, þvottavél, handklæði og rúmföt sængur og koddar.
Mögulegt er að setja upp litla sýningu í vinnustofunni á meðan á dvölinni stendur.