Flýtilyklar
Signý Pálsdóttir fjallar um Örn Inga
03.12.2018
Laugardaginn 8. desember kl. 16 fjallar Signý Pálsdóttir, fyrrum leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, um Örn Inga og leikmyndirnar sem hann gerði fyrir Leikfélagið undir hennar stjórn. Þar á meðal er leikmyndin fyrir leikritið Ég er gull og gersemi eftir Svein Einarsson með tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson. Verkið, sem fjallaði um Sölva Helgason og var að hluta til byggt á Sólon Íslandus eftir Davíð Stefánsson, vakti mikla athygli og var sett upp í Norðurlandahúsinu í Færeyjum.
Petrea Óskarsdóttir þverflautuleikari mun leika tónlist Atla Heimis, en mörg sönglaganna eru vel þekkt eins og Kvæðið um fuglana.